Lúsmý komið í Húnavatnssýslur

Lúsmý. Mynd: skessuhorn.is
Lúsmý. Mynd: skessuhorn.is
Í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er rætt við Gísla Má Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um lúsmýið sem er að angra fólk hér á landi og þá helst á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Hann segir að nokkuð hafi borið á lúsmýi í sumar og að það hafi verið nokkuð áberandi frá Borgarfirði og austur í Fljótshlíð. Sjálfur var hann var við það í Húnavatnssýslum og í fyrra bárust fregnir af lúsmýi í Eyjafirði.

Lúsmý þrífst vel nálægt lækjum og vötnum. Lirfurnar lifa í vatni og fullorðnu dýrin herja á spendýr. Þau eru mjög lítil, vart nema 1-2 millimetrar að stærð.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir