Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra
#karlmennskan og #fávitar er yfirskrift fyrirlestrar sem USVH býður til í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga næstkomandi föstudag, 28. febrúar, klukkan 18:00. Fyrirlesarar eru Þorsteinn V. Einarsson og Sólborg Guðbrandsdóttir.
Sólborg ræðir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem fólk verður fyrir á samfélagsmiðlum og Þorsteinn um víðtækar hugmyndir um karlmennsku í samfélaginu og neikvæða pressu sem margir verða fyrir vegna þeirra. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra sem USVH stendur fyrir og segir í auglýsingu að hann hafi fengið lof víða um land.
Fyrirlesturinn er opinn öllum þeim að kostnaðarlausu og er styrkur af UMFÍ, Rannís, Ungmennaráði og Húnaþingi vestra.