Maður slasaðist er hestur hans hnaut

Maður slasaðist er hestur sem hann var á við smalamennsku hnaut með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki en slysið gerðist í heimalandi við bæinn Hól í Lýtingsstaðarhreppi en maðurinn var í félagi við annan að smala þar heimalönd.

Lögregla og sjúkrabíll fóru á staðinn og var maðurinn sem kenndi sér eymsla í hálsi fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir