Mælt með séra Magnúsi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
06.11.2009
kl. 16.27
Mælt hefur verið með séra Magnúsi Magnússyni sem næsta sóknarprest á Hvammstanga en staðar var laus frá og með 1. nóvember sl.
Magnús er fæddur og uppalinn á Staðarbakka í Miðfirði og má því segja að hann sé að snúa til baka heim á æskustöðvarnar. Eiginkona Magnúsar er Berglind Guðmundsdóttir, tanntæknir, og eiga þau þrjú börn.