Málmey SK 1 komin á Krókinn eftir miklar endurbætur

Togarinn Málmey SK 1 kom í byrjun vikunnar á Krókinn eftir gagngerar endurbætur, annars vegar í Póllandi og hins vegar Akranesi. Stefnt er að því að Málmey haldi aftur til veiða öðru hvoru megin við helgina.

Annars vegar er um að ræða hefðbundnar endurbætur eins og málun, sandblástur og endurnýjun á matsal. Hins vegar hefur vinnslulína og kælibúnaður um borð verið endurnýjaður algjörlega og er þar um byltingarkennda nýjung að ræða. Nánar er fjallað um þetta í Feyki vikunnar sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 29. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir