Málþing í Húsi Frítímans
feykir.is
Skagafjörður
22.04.2009
kl. 08.32
Í kvöld kl. 20:00 verður haldinn í Húsi frítímans fundur með frambjóðendum þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga 2009
Fundurinn verður opinn öllum sem vilja mæta en ungir kjósendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Frambjóðendur flokkanna munu kynna sig og stefnu flokka sinna fyrir kosningarnar og verður síðan opið fyrir spurningar frá gestum í fundarsal.