Málþing í tilefni 135 ára fæðingarafmælis Halldóru Bjarnadóttur

Í tilefni þess að um þessar mundir eru 135 ár liðin frá fæðingu Halldóru Bjarnadóttur, verður haldið málþing í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, þann 18. október n.k. á milli kl. 11:00 – 17:00. Fjallað verður um nokkra þætti úr lífi og starfi Halldóru sem tengist umbreytingu á hlutverki kvenna á Íslandi á síðustu öld.

Dagskrá málþingsins:

Setning - Elínar S. Sigurðardóttur, forstöðumanns safnsins

Halldóra og handavinnan – Guðrún Helgadóttir, prófessor við Háskólann á Hólum

“Ó ég get ekkert hugsað mér ánægjulegra en að stunda vísindin eftir megni”: Úr bréfum Halldóru Bjarnadóttur frá námsárum í Noregi – Áslaug Sverrisdóttir, sagnfræðingur

Súpuhlé

Byltingarkonan Halldóra – Jón Hjaltason, sagnfræðingur

Tengsl Halldóru Bjarnadóttur við kvennahreyfinguna – Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur

Halldóra fyrr og síðar – Pétur Halldórsson, útvarpsmaður

Kaffihlé

Pallborð undir stjórn Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, deildarstjóra ferðamáladeildar Háskólans á Hólum

Málþingið er ókeypis og veitingar eru í boði safnsins. Skráning óskast eigi síðar en 13. október á netfang textile@simnet.is eða í síma 862-6147 (Elín)

Fleiri fréttir