Málþing um stöðu fámennra byggða

Sveitarfélagið Skagafjörður í samvinnu við samtökin Landsbyggðin lifi og íbúa í Fljótum.   mun þann 30. okt næstkomandi standa fyrir málþingi um stöðu fámennra byggða að Ketilási í Fljótum.

 

 

            Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar mun setja málþingið en auk hennar mun             Jón Bjarnason, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar málþingið

Framsöguerindi flytja m.a.:

            Fulltrúi þróunarsviðs Byggðastofnunar

            Fulltrúi SSNV atvinnuþróunar á Norðurlandi vestra

            Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Álfheima, Borgarfirði eystra

            Helgi Haukur Hauksson formaður samtaka ungra bænda

            Jón Jónsson, þjóðfræðingur, Strandabyggð

            Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stóru-Tjarnaskóla

            Stefanía Kristinsdóttir formaður samtakanna Landsbyggðin lifi

            Þorsteinn Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Síðari hluti málþingsins verður helgaður hópastarfi þar sem unnið verður með hugmyndir til uppbyggingar í fámennum byggðum, með sérstakri áherslu á hugmyndir heimamanna í Fljótum. 

Meðal viðfangsefna í hópavinnu verða:

Tröllaskagastofa

Sjálfbært samfélag

Menningartengd ferðaþjónusta / viðburðir

Heilsársferðaþjónusta

Fjölskyldan í fámenninu

Tækifæri í landbúnaði

Menntunarverkefni, fjölvirkjanámskeið

 

Frá kl. 10-12 sama dag fer aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi fram á sama stað, nánari upplýsingar um aðalfundinn og samtökin má finna á heimasíðunni www.landlif.is

 

Nánari upplýsingar veitir Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði í síma 8626163, netfang: heidar@skagafjordur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir