Málþingi frestað vegna slæmrar veðurspár
Fyrirhugað málþing um stöðu fámennra byggða sem vera átti um helgina í Ketilási í fljótum hefur verið slegið af vegna slæmrar veðurspár.
Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar sviðsstjóra Markaðs og þróunarsviðs svf. Skagafjarðar hefur ekki verið ákveðið hvenær þingið verði sett á aftur en að hans sögn var mikill áhugi á þessu málþingi og allt leit vel út með það.
Á laugardag spáir Veðurstofan norðaustan 18-23 m/s en 10-18 suðvestantil. Talsverð slydda eða rigning A-lands og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en um eða undir frostmarki N-lands.
Á sunnudag:
Norðan og norðaustan strekkingur, lægir síðdegis. Hægari sunnan - og suðaustantil. Snjókoma norðantil í fyrstu en annars skýjað, en slydduél eða él vestantil síðdegis. Hiti 0 til 3 stig, en vægt frost fyrir norðan.