Máltíð barna sem ekki eru í fastri áskrift hækkar um 110 krónur
Sveitastjórn Skagafjarðar ákvað á fundi sínum skömmu fyrir jól að hækka máltíðir barna í skólum í Skagafirði um að jafnaði 10%. Ekki hækka þó allir jafnt en þeir foreldar sem í desember 2010 völdu ákveðnar máltíðir af matseðli á matartorgi greiddu 240 krónur fyrir hverja máltíð. Þegar sömu foreldrar völdu ákveðnar máltíðir af matartorgi fyrir janúar árið 2011 greiddu þeir 350 krónur fyrir hverja máltíð. Sem er hækkun upp 110 krónur á dag fyrir hvert barn.
Þegar farið var að skoða málið betur kom í ljós að skrái foreldar börn sín í allar máltíðir í mánuðinum ber þeim að greiða 270 krónur fyrir hverja máltíð. Þeir foreldar sem kjósa að skrá börn sín í mat eftir því hvað er í matinn og hvort börnin kjósi að vera í mat eða ekki borga hins vegar 350 krónur fyrir máltíðina eða 80 krónur meira fyrir hverja máltíð.