Margar tilnefningar um framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Í janúarmánuði auglýstu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra árið 2019, annars vegar um verkefni á sviði menningar og hins vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Frestur til tilnefninga rann út þann 2. febrúar síðastliðinn.
 
Alls barst 31 tilnefning um 20 verkefni og samþykkti stjórn SSNV á fundi sínum, þann 4. febrúar síðastliðinn, tillögu um hvaða verkefni skuli hljóta viðurkenningu. Verkefnin verða kynnt og viðurkenningar veittar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra sem haldin verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 13. febrúar næstkomandi
klukkan 17.
 
 

Fleiri fréttir