Margir að kanna rétt sinn hjá fæðingarorlofsjóð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
13.10.2008
kl. 09.50
Á skrifstofu fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga hefur töluvert borið á því að fólk sé að kanna réttindi sín en margir sem áður höfðu hugleitt að taka ekki fæðingarorlof hafa nú misst vinnu sína og vilja nýta þennan rétt sinn en í fæðingarorlofi er greitt allt að 80% af launum.
-Það hafa verið fyrirspurninr þar sem fólk er að kanna stöðu sína með ótekin réttindi sem eðlilegt er við þessar aðstæður, segir Gissur Pétursson, hjá Vinnumálastofnun. -Er þá oft um að ræða ótekið orlof sem fólk hafði ekki ætlað að taka, bætir hann við.
Fæðingarorlof má taka í allt að 18 mánuði eftir fæðingu barns. Hjá fæðingarorlofssjóði starfa nú 14 manns. 13 á Hvammstanga og einn í Reykjavík.