Margir keyrðu framhjá slösuðum manni

Það varð ansi hált íhlákunni sem myndaðist um helgina og fengu margir að reyna. Mynd: KSE.
Það varð ansi hált íhlákunni sem myndaðist um helgina og fengu margir að reyna. Mynd: KSE.

Lögreglan á Norðurlandi vestra vakti athygli á erfiðum akstursskilyrðum í landshlutanum í kjölfar hlýnandi veðurs á föstudaginn síðasta en mikil hálka myndaðist víða á vegum. Nokkur umferðaróhöpp höfðu þá orðið vegna þess og brýndi lögreglan fyrir ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Eitt óhappið vakti sérstaka athygli fyrir það að fjölmargir bílar brunuðu framhjá ökumanni bifreiðar, sem endaði utan vegar, þrátt fyrir að hann hafi verið sýnilega slasaður og þurft aðstoð en hann komst af sjálfsdáðum upp á veg en varð að bíða í um 10 mínútur þar til að vegfarandi stöðvaði til aðstoðar.

Lögreglan biðlar til fólks að í tilvikum sem þessum sé stöðvað strax og viðkomandi veitt sú aðstoð sem hægt er hverju sinni og jafnframt kallað strax eftir aðstoð viðbragðsaðila á vettvang.

„Enginn veit hver er næstur og ekkert okkur vill að við, börnin okkar, einhver nákomin eða í raun hver sem er þurfi að upplifa það að ekið sé framhjá viðkomandi án þess að veita aðstoð og kalla til viðbragðsaðila í tilfellum sem þessum. Slíkt er með öllu óboðlegt. Lögreglan hvetur ökumenn til að sína tillitsemi í umferðinni, haga akstri eftir aðstæðum og koma fram við aðra í umferðinni eins og þú vilt láta aðra koma fram við þig,“ segir í færslu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir