Margir sóttu fyrstu guðsþjónustu sr. Fjölnis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
03.12.2008
kl. 13.30
BB segir frá því að fjölmenni hafi verið við guðsþjónustu í Flateyrarkirkju á sunnudag þegar Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur Vestfjarðaprófastdæmis, setti Séra Fjölni Ásbjörnsson í embætti sóknarprests í Holtsprestakalli. Séra Valdimar Hreiðarsson sóknarprestur á Suðureyri aðstoðaði við athöfnina.
Kór Holts-og Flateyrarkirkju söng við undirleik organistans Iwona Kutyla en að lokinni guðsþjónustu og altarisgöngu var kirkjugestum boðið upp á kaffi og meðlæti í kirkjunni. .