Margrét Björk ráðin kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða

Margrét Björk Arnardóttir. Mynd: BB.is
Margrét Björk Arnardóttir. Mynd: BB.is

Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi við Árskóla, hefur verið ráðin í starf kennslustjóra við Háskólasetur Vestfjarða. Alls sóttu 17 manns um starfið.

Margrét starfar við Árskóla þar sem hún hóf störf árið 2002 og hefur starfað þar með hléum í tólf ár alls en auk þess var hún um tíma náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Hólum og Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Einnig hefur hún sinnt ýmsu fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi og er verkefnastjóri starfakynningar á Norðurlandi vestra. Margret heldur utan um Olweusaráætlun Árskóla og situr í áfallaráði og jafnréttisráði skólans.

Feykir óskar Margréti velfarnaðar í nýju starfi en hún mun hefja störf vestra eftir áramót. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir