María fer til Vínarborgar
Blönduósingurinn María Ólafsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Vínarborg þann 21. maí með lagið „Unbroken“. Hún hafði betur í sérstöku einvígi á móti laginu „Once Again“ í flutningi Friðriks Dórs Jónssonar í Háskólabíó í kvöld.
Lag og texta „Unbroken“ gerðu félagarnir í StopWaitGo þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.
Fyrri forkeppni Eurovision verður 19. maí og sú síðari 21. maí, en úrslitakeppnin sjálf 23. maí.
