Markaður í aðventubyrjun
Hópur kvenna á Sauðárkróki hefur tekið sig saman og ætlar að standa fyrir markaði í sal Kaffi króks laugardaginn 27.11 næstkomandi en á boðstólnum verur ýmis handgerð gjafavara ásamt lítið notuðum fatnaði.
Í tilkynningu frá konunum kemur fram að að markaðnum standa nokkrar konur sem langar til að lífga upp á bæinn sama dag og kveikt verði á jólatré Sauðárkróksbúa.