Menning og saga Sýrlands
Vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi býður Rauði krossinn í Húnavatnssýslu til fræðslufunda um menningu, sögu landsins og átökin þar undanfarin ár. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og menningarmiðlari segir frá. Fyrri fundurinn verður mánudaginn 18 mars, kl. 20.00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Síðari fundurinn verður þriðjudaginn 19. mars, kl. 17.00 í Safnaðarheimilinu á Hvammstanga.
Kaffi og meðlæti í boði. Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir!
/Fréttatilkynning