Menningarsjóður KS úthlutaði 35 styrkjum á árinu
Í gær var úthlutað styrkjum frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Alls var úthlutað 24 styrkjum að þessu sinni en úthlutað var 11 styrkjum í júní s.l. og því alls úthlutað 35 styrkjum á þessu ári. Hæsta styrkinn hlaut Fjölbrautaskóli Norðurlands eða 2 milljónir vegna nýs verknámshús. Þá fékk sýslumannsembættið á Sauðárkróki 1 milljón til fíkniefnaforvarna.
-Þessi styrkur á eftir að nýtast okkur vel í forvörnum og mun verða nýttur til tækjakaupa, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Í ræðu sinni í gær sagði Þórólfur Gíslason að sjóðurinn yrði 60 ára á næsta ári og að það væri Kaupfélaginu mikil ánægja að geta staðið við bak menningarlífs í Skagafirði með þessum hætti. En sjóðurinn hefur stutt fleiri hundruð verkefna bæði í héraði og auk þess nokkur utan héraðs.
Eftirtaldir hlutu styrki að þessu sinni: Þjóðleikur á Norðurlandi, Gestastofa sútarans, Skagfirski Kammerkórinn, Knattspyrnudeild Tindastóls, Rökkurkórinn, Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls, Sönghópur eldri borgara, Kirkjukór Sauðárkróks, Karlakórinn Heimir, Félag harmonikkuleikara, Alexandra Chernyshova, Ljósmyndasafn Skagafjarðar, Multi musica, Rotarý-klúbbur Sauðárkróks, Tómstundahópur RKÍ, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra, Jón Ormar Ormsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Sögusafn íslenska hestsins, áhugahópur myndlistar í Skagafirði, Skíðadeild Tindastóls, Fíkniefnaforvarnir Sýslumannsembættisins og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.