Mest lesnu fréttirnar

Það getur oft verið athyglisvert að skoða hvaða fréttir eru þær mest lesnu á fréttasíðum landans. Föstudagsmorguninn 22. október er vinsælasta fréttin á mbl.is "Of kynþokkafull til að kenna börnum" og önnur mest lesna fréttin er "Berar að ofan í vinnunni". Á dv.is er hinsvegar fréttin "Gilzenegger hjólar í eldri borgara" mest lesin. En hvað með feykir.is? Ja, hér er fréttin "Dansað í rúman sólarhring" mest lesin. - Allt eru þetta auðvitað hinar merkilegustu fréttir sem skipta sköpum í lífi fólks...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir