feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 05.05.2025
kl. 15.27 gunnhildur@feykir.is
Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni 05.05.2025
kl. 15.21 oli@feykir.is
Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:00 - 18:00 ætla Skagstrendiingar að taka saman höndum og týna rusl í bænum sínum. „Við ætlum að hittast í áhaldahúsinu þar sem skipað verður í leitir (ruslaleitir) og afhentir pokar. Allir sem vettlingi geta valdið, fullorðnir sem börn, eru hvattir til að koma og taka þátt,“ segir í skilaboðum frá Helenu Mara, Sigríði Björk og Gígju Heiðrúnu á vef Skagastrandar.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 05.05.2025
kl. 15.04 oli@feykir.is
Húnahornið segir frá því að nýtt upplýsingaskilti er komið upp við kirkjugarðinn á Blönduósi. Á skiltinu má finna nöfn þeirra sem hvíla í garðinum, fæðingarár og dánardag auk númer legstaða. Gert er ráð fyrir að skiltið verði uppfært reglulega á fimm ára fresti.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 05.05.2025
kl. 14.45 siggag@nyprent.is
Laugardaginn 2. maí fór fram önnur umferð af fjórum í DARTUNG 2025 og var það haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 í Reykjavík. Pílukastfélag Skagafjarðar átti þar sjö flotta fulltrúa, tvær stelpur og fimm stráka, og voru það þau Arnór Tryggvi, Birna Guðrún, Daníel Smári, Friðrik Elmar, Friðrik Henrý, Gerður Júlía og Sigurbjörn Darri. Þau voru öll félagi sínu til mikillar fyrirmyndar á mótinu.
Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
1.maí hefur löngum verið dagur samstöðu, baráttu og vonar. Þetta er dagur verkalýðsins sem hefur lengi barist fyrir betri kjörum, styttri vinnudegi, mannsæmandi launum og auknu öryggi á vinnustöðum. En þessi dagur er líka áminning um að baráttan er ekki búin, hún heldur áfram í nýjum myndum, með nýjum áskorunum og nú á Kvennaári 2025 hefur hún aldrei verið mikilvægari.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.