Rocky Horror í Hofi um helgina

MYND FACEBOOK
MYND FACEBOOK

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.

Í ár varð engin breyting þegar Eysteinn Ívar Guðbrandsson leikstýrði frábærum leikurum skólans í söngleiknum Rocky Horror Picture Show. Sýningin sló heldur betur í gegn og sýndu þau kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi í Bifröst á Sauðárkróki fyrr í vetur.  Nú ætla krakkarnir að slá um sig og  setja sýninguna upp í Hofi Menningarhúsi Norðlendinga á Akureyri föstudaginn 9. maí og laugardaginn 10. maí.

Þetta er snilld sem þið viljið ekki missa af, eitt sjúskað sjabbí show og hægt er að nálgast miða HÉR. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir