Met slátrun á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
11.11.2008
kl. 08.21
Sláturtíð er nú lokið hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Slátrað var 75.743 stk en svo miklu hefur aldrei fyrr verið slátrað þará bæ.
Þetta er aukning upp á 4249 stk eða 5,94 %. Meðalviktin var heldur hærri en í fyrra eða 16,25 kg.
Við tekur folalda og hrossaslátrun og er hægt að nálgast verðskrá afurða á heimasíðu sláturhússins HÉR