Metnaður, ævintýraþrá og kvíði Hrannar

Hrönn Harðardóttir. Mynd af Kvennablaðið.is.
Hrönn Harðardóttir. Mynd af Kvennablaðið.is.

Hrönn Harðardóttir skrifar pistil á Kvennablaðið.is sem vakið hefur verðskuldaða athygli en þar segir hún á jákvæðan hátt frá tækifæri sem skapaðist út frá neikvæðum aðstæðum. Hrönn bjó á Sauðárkróki um tíma hjá foreldrum sínum, Herði Sigurjónssyni og Petru Jörgensdóttur. Hrönn segir að það geti verið frekar erfið blanda stundum þegar „kvíða-ég“ þráir öryggi og  vita alltaf upp á hár hvað sé framundan á meðan „ævintýra-ég“ verður mjög fljótt þreytt á tilbreytingasnauðum hversdagsleikanum og „metnaðar-ég“ þráir að komast lengra.

„Svona hefur þetta verið frá því að ég var unglingur og ég hef alltaf verið að leita að réttu leiðinni. Ég prófaði að búa erlendis, kom heim og fór að vinna, ég fór í nám og eftir það fór ég aftur að vinna, mjög skemmtilega vinnu en það vantaði samt alltaf eitthvað. Þá kom að því að ég fékk ofnæmi fyrir vinnustaðnum, já í alvöru! Ég fékk í alvöru líkamleg ofnæmisviðbrögð eingöngu þegar ég var í vinnunni! Talandi um að ýta manni í aðra átt! En nei þetta var ömurlegt, ég var mjög ánægð í þessari vinnu en á endanum var það þannig að ég entist í mesta lagi í 3 klst á skrifstofunni og þá var ég komin með bólgnar varir, útbrot og augun svo bólgin að ég var hætt að geta fókusað á tölvuskjáinn. Eftir margar læknaheimsóknir og ofnæmispróf voru fyrirmælin frá lækninum skýr, ég varð að gjöra svo vel að yfirgefa vinnustaðinn sem allra fyrst,“ segir Hrönn m.a. í pistlinum en í framhaldinu sá hún fljótt að kannski væri þetta tækifærið, þar sem hana hafði lengi langað til að flytja til útlanda mjög lengi. „Og af hverju ekki núna?“ spyr hún en nú hefur hún búið í Brighton í fimm mánuði og er loksins að byrja að vinna.

Pistilinn í heild má sjá HÉR.

Fleiri fréttir