Microbar & Bed skiptir um eigendur

Árni Birgir og Sigga Magg á góðri stund. Mynd úr einkasafni.
Árni Birgir og Sigga Magg á góðri stund. Mynd úr einkasafni.

Veitinga- og gististaðurinn Microbar & Bed á Sauðárkróki hefur skipt um eigendur. Það eru þau Sigríður Magnúsdóttir og Árni Birgir Ragnarsson sem ætla að láta gamlan draum rætast og taka að öllum líkindum við rekstrinum í næstu viku. Þá verður nafni staðarins breytt í Grand-Inn Bar and Bed.

Að sögn Sigríðar, eða Siggu Magg eins og hún er kölluð, er stefnt á að opna undir þeirra rekstri á fimmtudaginn í næstu viku ef öll leyfi verða komin í hús.  Hún segir aðspurð um breytingar helsta vera þær í upphafi að þau vilji hafa barinn opið sem oftast og lengur.  „Það verða kannski ekki átttíu tegundir af bjór í boði, en þetta verður áfram bar sem hefur „minni“ ölgerðirnar sem aðal val. Verðum alltaf með heitt á könnunni líka og skellum í vöfflur þegar fólk vill, svona þegar jólamaturinn er farinn að setlast.“

Aðspurð segir Sigga kíminn að hvorugt þeirra hjóna hafi reynslu af barrekstri en ágæta æfingu hinum megin barborðsins.  
„Við látum alla vita sem fyrst hvenær við opnum og þökkum alla góðar kveðjur og meðbyr sem heimafólk hefur sýnt okkur. Við hlökkum til að sjá sem flesta!“ segir Sigga í lokin. Þó ekki sé æskilegt að hvetja fólk til áfengisdrykkju þá ætti það að vera í lagi að hvetja fólk til að kíkja á Grand þó ekki væri til annars en að fá sér kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir