Miðfjarðará nálgast þúsund laxa

Lax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Lax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge

Góð laxveiði hefur verið í Miðfjarðará undanfarnar vikur og síðusta vika gaf 191 lax. Áin er komin í þriðja sætið yfir aflahæstu ár landsins samkvæmt vef Landsambands veiðifélaga. Þann 5. ágúst síðastliðinn höfðu veiðst 920 laxar í ánnir á tíu stangir en 7. ágúst í fyrra höfðu veiðst 767 laxar. Veiðin er þó talsvert minni en hún var árið 2018 en þá höfðu veiðst 1.682 laxar um svipað leyti.

Blanda hefur oftar en ekki blandað sér í toppsætin á listanum en ekki í sumar. Hún situr í 14. sæti með 410 laxa sem er 131 laxi færra en um svipað leyti í fyrra og helmingi færri laxa en árið 2018. Laxá á Ásum er 15. sæti með 363 laxa sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Veiðst hafa 262 laxar í Víðidalsá, 200 í Vatnsdalsá, 165 í Hrútafjarðará og 65 í Svartá en það eru átta löxum meira en veiddist allt sumarið í fyrra.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir