Miðflokkurinn boðar til fundar í kvöld á Sauðárkróki

Sigurður Páll Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins verða frummælendur á opnum stjórnmálafundi í kvöld á Mælifelli á Sauðárkróki.

Nú er tækifæri fyrir alla sem vilja fræðast um það af hverju Miðflokksmenn telja innleiðingu Orkupakka 3 ekki samræmast hagsmunum Íslands. Hvernig sjá þeir landbúnaðinn fyrir sér í framtíðinni eða vegamál? Er heilbrigðiskerfið rekið í dag með skynsamlegum hætti eða er hægt að gera betur?

Svör við þessum spurningum og fleirum  ætti að vera hægt að fá í kvöld á Mælifelli en fundurinn hefst klukkan 20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir