Mikið af spottum, netum og alls konar plasti í fjörunni
feykir.is
Skagafjörður
12.06.2017
kl. 09.41

Þau sögðu að það væri bara gaman í vinnuskólanum. Þórður Ari, Benedikt Kári, Örvar Freyr, Kristey Rut, Inga og Stefanía. Mynd: PF.
Það voru hressir krakkar úr Vinnuskola Skagafjarðar sem settust niður á bekknum fyrri framan Nýprent fyrir helgi og mauluðu á nestinu sínu. Þau voru að klára fyrstu vikuna í vinnunni og höfðu aðallega verið að tína rusl.
Þau voru sammála um að mikið væri af rusli á víðavangi en ekki meira en þau bjuggust við samt. Sumstaðar væri þetta í lagi en annars staðar væri meira og nefndu að mesta ruslið væri í fjörunni. Helst væri um spotta, net og alls konar plast að ræða.
Feyki þykir ástæða til að þakka þeim fyrir að fegra umhverfið okkar!