Mikið veitt á Suðurgarðinum

Þeir voru kampakátir veiðimenninrnir við Suðurgarðinn á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar blaðamaður Feykis rakst á þá þegar þeir renndu fyrir fiskinn.

Silungur dreginn á land

Tveir hópar stóðu á garðinum og vættu öngulinn og hafði veiðin gengið misvel hjá þeim. Pólski hópurinn hafði fært nokkra fiska á land en sá íslenski var nýmættur á svæðið og hafði ekki náð að landa neinum.

Kolinn var spriklandi kátur

Meðan blaðamaður staldraði við var silungur dreginn úr hafinu og koli spriklaði í pokanum hjá einum úr pólska liðinu. Hróðugur sýndi hann tvo þorska sem hann hafði veitt nokkru fyrr.

Brottkast er lítið á Suðurgarðinum

Ljóst er að Suðurgarðurinn er kjörinn staður fyrir veiðiáhugamenn á Sauðárkróki og mikið notaður í þeim tilgangi að ná sér í soðið.

Fleiri fréttir