Mikil ásókn í menningarstyrki !
Þann 15. september sl. rann út umsóknarfrestur um verkefnastyrki Menningarráðs Norðurlands vestra. Alls barst 81 umsókn þar sem óskað er eftir tæpum 56 milljónum króna í styrki. Í heildina gera umsækjendur ráð fyrir um 170 milljónum króna í framkvæmdir við þau verkefni sem sótt er um styrk til. Til úthlutunar eru um 17 milljónir króna.
Umsóknirnar eru mjög fjölbreyttar og spanna flest svið menningarlífsins.
Þann 11. október nk. mun menningarráðið funda um umsóknirnar og mega umsækjendur vænta svara fljótlega eftir það.