Mikil mengun en enginn mælir á Blönduósi

Mik­il meng­un er á Blönduósi en eng­inn meng­un­ar­mæl­ir er á svæðinu og því vita íbú­ar ekki hversu mik­il meng­un mæl­ist frá eld­gos­inu í Holu­hrauni, að því er haft er eftir Jóni Sigurðssyni fréttaritara Morgunblaðsins á vefnum mbl.is.

Til­kynn­ing barst frá skóla­stjóra Blöndu­skóla í morg­un um að ákveðið hefði verið að eng­in úti­kennsla yrði í dag, nem­end­um á yngsta stigi yrði haldið  inni í frí­mín­út­um og nem­end­um á miðstigi var einnig boðið upp á það að vera inni í frí­mín­út­um.

Lög­regl­an á Sauðár­króki hef­ur fylgst með ástandi loft­gæða í bæn­um og víðsveg­ar um Skaga­fjörð og hef­ur ástandið lag­ast veru­lega eft­ir því sem liðið hef­ur á morg­un­inn. Mengunin þar mælist því ekki lengur í flokknum "óholl" samkvæmt töflu sem sjá má á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar. 

Fleiri fréttir