Mikilvægt að fjarlægja grýlukerti og snjóhengjur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2008
kl. 11.15
Spáð er hlýnandi veðri næstu tvö dagana og á föstudag gæti farið að rigna. Feykir.is hafði samband við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón á Sauðárkróki, og forvitnaðist um hvað hafa beri í huga hlýni skyndilega eftir þetta mikinn sjónakafla.
-Fyrst og fremst þurfa menn að vera vakandi fyrir því að moka frá niðurföllum og hreinsa grýlukerti og snjóhengjur af húsþökum, segir Stefán Vagn.
Mikilvægt er að allt vatn komist greiðlega þar sem það á að fara.