Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Þetta kemur fram á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga. En í gær var samþykktur nýr kjarasamningur sambandsins Starfsgreinasambandið (SGS), með 80% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.

Allt að 30,3% hækkun lægstu launa

Hækkun taxtalauna án persónuálags er 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. desember 2022 og hækka lægstu launin hlutfallslega mest eða um allt að 30,3%. Meðalgrunnlaun á stöðugildi félagsmanna aðildarfélaga SGS hækka á þessu tímabili úr 352.510 kr. í 447.461 kr. Samkvæmt frétt á samband.is mun áfram leggjast persónuálag á grunnlaun sem er að meðaltali 8%. Að teknu tilliti til persónuálags verða meðallaun á stöðugildi frá 1. janúar 2022 því 483.581 kr.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir