Minningartónleikar um Gretti Björnsson
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
14.08.2014
kl. 09.23
Minningartónleikar um Gretti Björnsson frá Bjargi í Miðfirði og þau systkini hans sem látin eru verða haldnir í félagsheimilinu á Hvammstanga 24. ágúst n.k. og hefjast tónleikarnir kl. 15:00.
Aðgangur er ókeypis en kvenfélagið Björk selur veitingar á tónleikunum. Allir eru hjartanlega velkomnir, segir í fréttatilkynningu frá Elínborgu Sigurgeirsdóttur og undirbúningshópnum.