Mislingabólusetning fyrir forgangshópa

Áhersla er nú lögð á að bólusetja forgangshópa gegn mislingum. Mynd: HSN
Áhersla er nú lögð á að bólusetja forgangshópa gegn mislingum. Mynd: HSN

Heilsugæsla HSN í Skagafirði mun í samræmi við ráðleggingar sóttvarnarlæknis bjóða forgangshópum upp á bólusetningu gegn mislingum og er þeim sem eftir því óska bent á að panta tíma sem fyrst á heilsugæslustöð.

Áhersla er nú lögð á að bólusetja forgangshópa þ.e. óbólusett börn á aldrinum 12 mánaða til 18 ára og einstaklinga sem eru fæddir eftir 1. janúar 1970 og hafa hvorki fengið mislinga né bólusetningu. Foreldrar óbólusettra barna geta líka pantað tíma í bólusetningu í ungbarnavernd (12 mánaða - 5 ára).  

Á heimasíðu HSN kemur fram að samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis verður að þessu sinni ekki boðið upp á bólusetningu fyrir börn 6-12 mánaða, óháð því hvort ferðalög séu fyrir höndum nema í þeim undantekningartilfellum ef ferðast er til landa þar sem tíðni mislinga er há (Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael ). En þá þarf endurbólusetningu við 18 mánaða aldur.

Börn sem eru með sögu um eina bólusetningu eru ekki í forgangi. Hægt verður að bjóða þeim bólusetningu síðar. Eins og áður hefur verið eru þeir einstaklingar einnig í forgangi sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi.
Einstaklingar á leið til útlanda eru ekki í forgangshópi nema í þeim undantekningum ef fólk er á leið til þeirra landa sem hér að framan eru talin upp.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir