Mokveiði á grásleppunni

Góð veiði hjá Steina G SK 14. MYND: Þráinn Þorvaldsson
Góð veiði hjá Steina G SK 14. MYND: Þráinn Þorvaldsson

Fyrstu vikuna voru aðeins átta bátar á Norðurlandi vestra á grásleppuveiðum en í þessari viku bættust nokkrir bátar við og eru nú alls sextán bátar á veiðum á Norðurlandi vestra.

Steini G SK 14 frá Sauðárkróki er aflahæsti báturinn í þessari viku með 19.155 kg en ef teknar eru saman fyrstu tvær vikurnar þá er Már SK 90 frá Sauðárkróki aflahæstur á Norðurlandi vestra með 19.230 kg. Því miður þá er ekki bara mokveiði hér heldur á öllu landinu og því ekki mikil bjartsýni hjá mönnum um að verðið hækki, stendur í kringum 130 kr/kg, og eiga þeir frekar von á því að veiðarnar verði stöðvaðar. Frá því veiðar byrjuðu þann 23. mars er heildaraflinn 186.800 kg á Norðurlandi vestra.

Málmey SK 1 var aflahæst á Króknum með rúm 150 tonn en alls var landað 431.474 kg á Króknum. Á Skagaströnd var það Hafborg EA 152 sem var aflahæst með 104.404 kg en alls var landað rúmum 250 tonnum. Tveir bátar lönduðu á Hvammstanga, Harpa HU 4 og Steini HU 45, alls 9520 kg. og einn bátur landaði á Hofsósi, Þorgrímur SK 27, alls 7392 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 698.772 kg í síðustu viku og af því var alls 153.795 kg af grásleppu.

Fleiri fréttir