Mömmukvöld í Tindastól í kvöld
Skíðadeild Tindastóls vinnur að því öllum árum þessa dagana að fá alla fjölskylduna á skíði. Ekki er langt síðan deildin stóð fyrir pabbadegi í Stólnum en nú ætla þeir að standa fyrir mömmukvöldi nú seinni partinn.
Allar mömmur og að sjálfsögðu tilvonandi mömmur eru velkomnar og verður boðið upp á skíðakennslu fyrir þær mæður sem vilja bæta við árangur sinn í skíðaíþróttinni.
Þetta kvöld gæti verið góður undirbúningur fyrir Vetrarleikana sem verða haldnir á skíðasvæði Tindastóls helgina 27. febrúar til 1. mars n.k. Sú hátíðin er ætluð börnum jafnt sem fullorðnum sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á skíðum, brettum, snjó og skemmtun.
