Mótmæla áformum Flugstoða
Bæjarráð Blönduóss mótmælir harðlega áformum Flugstoða um niðurskurð á rekstri flugvallar á Blönduósi en tilkynnt var fyrir skömmu sparnaðarráðstafanir á flugvöllum landsins.
-Flugvöllurinn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í ferðaþjónustu, einkaflugi og áformum um uppbyggingu iðnaðar í Austur-Húnvatnssýslu, segir í bókun Bæjarráðs á síðasta fundi.
Í marsmánuði er ætlunin að hætta rekstri á aðflugshallaljósum, radíovita og markvita flugvallarinssamkvæmt tilkynningu frá Flugstoðum.
-Með þessum niðurskurði er verið að skerða nauðsynlegt sjúkra- og öryggisnet fyrir íbúa sýslunnar en fullljóst er að flugvöllurinn getur engan vegið þjónað sjúkraflugi né öðru flugi gangi þessar tillögur eftir, segir ennfremur í fyrrgreindri bókun.
