Myndin Messa í Ábæjarkirkju þótti best

Félag ferðaþjónustunnar stóð í ár fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Hægt var að senda myndir í keppnina frá 15. júní til 30. september en tilgangur keppninar var meðal annars að fá sýn þátttakenda á Skagafjörð og að leita eftir skemmtilegu myndefni sem nýst gæti sem kynningarefni fyrir Skagafjörð.
Í fréttatilkynningu sem Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði sendi frá sér segir: „Í keppnina bárust 137 myndir, myndefnið var mjög fjölbreytt og verða myndirnar settar á heimasíðu sveitafélagsins www.skagafjordur.is til að almenningur geti skoðað þær.
Dómarar voru Óli Arnar Brynjarsson, Hjalti Árnason og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og samkvæmt bestu upplýsingum voru þeir nokkuð samstíga í sínu vali. Dómararnir flokkuðu myndirnar í fimm flokka sem eru mannlíf, listrænt, ljós í myrkri, hestar og landslag. Í hverjum flokki var svo valin besta myndin og niðurstaðan varð eftirfarandi:
1. Mannlíf: Messa í Ábæjarkirkju, höf. Katrín Magnúsdóttir
2. Listrænt: Ernan úr lofti, höf. Norbert Ferencson
3. Ljós í myrkri: Grafarkirkja, höf. Norbert Ferencson
4. Hestar: Hestur að sprella, höf. Christoph Dorsch
5. Landslag: Sólsetur, höf. Einar Gíslason
Verðlaunin voru svo afhent á Grand-inn bar föstudaginn 7. nóvember.
Leitað var til nokkurra fyrirtæki með verðlaun. Verðlaunin sem þau fimm hlutskörpustu fengu voru vegleg. Skrautmen gaf löber og taupoka. Hilma - Hönnun og handverk gaf hringtrefil. Lýtingsstaðir gaf 2 klst. hestaferð fyrir tvo. Viking Rafting gaf ferð fyrir tvo í rafting. Bakkaflöt gaf kajakferð fyrir tvo í Svartá. 1238 Battle of Iceland gaf þrjú gjafabréf fyrir tvo á sýndarveruleikasýningu. Sölvanes, Birkihlíð, Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá fram-leiðendum Beint frá býli/matur úr héraði.
Myndirnar verða settar á heimasíðu sveitafélagsins www.skagafjordur.is á næstunni svo almenningi gefist kostur á að skoða þær. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vill koma á framfæri þakkir til allra þátttakenda, dómara og fyrirtækja sem styrktu okkur með verðlaunum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.