Myndir af nýrri göngubrú í Sauðárgili
Nú fyrr í sumar var skipt um göngubrú yfir Sauðána rétt neðan við stífluna í Sauðárgili. Nýja brúin er hin glæsilegasta og aðgengi að henni eins og best verður á kosið og ætti því ekki að vera vandamál að taka fínan göngutúr.
Hér eru nokkrar myndir af brúnni og umhverfi hennar og ein frá brúnni niður gilið.
