Myndlistarsýningu Jóhanns Sigurðssonar lýkur senn

Mynd af Facebooksíðunni JoSig ART.
Mynd af Facebooksíðunni JoSig ART.

Myndlistarsýning Jóhanns Sigurðssonar, sem opnuð var á Húnavöku, stendur enn yfir í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi en á Facebooksíðu listamannsins, JoSig ART, kemur fram að nú fari að styttast í að henni ljúki.

Listamaðurinn, Jóhann Sigurðsson sem er Blönduósingur að uppruna, er matreiðslumeistari að mennt. Hann hefur síðustu árin fengist við að mála myndir sér til ánægju, að eigin sögn, og eru á sýningunni um 20 myndir sem eru afrakstur síðustu tveggja ára. Þetta er önnur myndlistarsýning Jóhanns.

Það er því um að gera fyrir áhugasama að drífa sig í Íþróttamiðstöðina á Blönduósi en upplýsingar um opnunartíma hennar má nálgast hér: https://www.facebook.com/IMBlonduosi/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir