Námskeið á vegum Endurmenntunar Lbhí á Norðurlandi
Miðvikudaginn 18. mars næstkomandi mun Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Sauðfjárræktarfélag Vatnsnesinga, halda námskeiðið Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Námskeiðið hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað sauðfjárbændum og þeim sem tengjast sauðfjárrækt en er einnig opið öðrum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi fóðurþarfir og fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum. Tekið verður mið af núverandi kringumstæðum varðandi kostnað við fóðuröflun og möguleg fóðurkaup. Horft er á árið í heild, bæði beit og innifóðrun, og farið yfir möguleg viðbrögð/fyrirbyggjandi aðgerðir vegna áhrifa breytilegs árferðis á heyskap og beit. Stuðst verður jöfnum höndum við nýjustu rannsóknaniðurstöður og sígildari fróðleik.
Kennari á námskeiðinu er Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðsgjald er 28.000 krónur
Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið er hér.
Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum og ferðamannastöðum
Þá heldur Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands námskeiðið Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum og ferðamannastöðum þriðjudaginn 17. mars næstkomandi klukkan 10-16 hjá Símey á Þórsstíg 4 á Akureyri. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framkvæmd og skipulagningu hverskonar framkvæmda sem raska gróðri og jarðvegi.
Námskeiðið nýtist vel fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, hönnuðum, aðilum í ferðaþjónustu og áhugamannafélögum. Kennsla byggist á fyrirlestrum, umræðum og örverkefnum.
Kennarar eru Ása L. Aradóttir, prófessor við LbhÍ, Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar og Rúnar Jónsson, vegtæknir hjá Vegagerðinni. Námskeiðsgjald er 24.000 krónur.
Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið er hér.