Námskeið í áætlunargerð

Útflutningsráð í samvinnu við SSNV og KPMG munu standa fyrir námskeiði í  áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu  mánudaginn 24. nóvember n.k.

Á námskeiðinu verður fjallað um áhrif mismunandi aðferða á áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning. Þáttakendur fá einnig áætlunarlíkan í Excel til afnota.  Námskeiðið er ætlað fyrrtækjum í útflutningi á vöru og þjónustu, þar á meðal ferðaþjónstufyrirtækjum.

Nánari upplýsingar veitir Katrín María Andrésdóttir hjá SSNV-Atvinnuþróun, sími 455 6119, kata@ssnv.is.  Þar er einnig tekið við skráningu á námskeiðið.  Einnig veitir Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði nánari upplýsingar, sími 511 4000, inga@utflutningsrad.is

 Námskeiðið verður á Mælifelli á Sauðárkróki kl. 13 - 17.  Aðgangseyrir er enginn.

Fleiri fréttir