Nauðungarsölumálum ekki að fjölga

Það sem af er árinu hafa verið stofnuð 24 nauðungarsölumál hjá sýslumannsembættinu á Sauðárkróki. Allt árið 2009 voru þau 49, árið 2008 voru þau 47, árið 2007 voru þau 28, árið 2006 voru þau 106 og árið 2005 voru 56 mál til meðferðar.

Af þessum tölum má sjá að nauðungarsölumálum hjá sýslumannsembættinu er síst að fjölga.

Hvert mál getur falið í sér margar nauðungarsölubeiðnir en það er mjög sjaldgæft að mál endi í lokasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir