Nemendur FNV fengu einkunnir sínar í gær
Í gær fengu nemendur FNV að sjá afrakstur haustannar er einkunnir þeirra voru birtar þeim auk þess sem þeim stóð til boða að fara yfir prófin sem þau nýlega þreyttu. Nemendur á haustönn voru alls 413 þar sem 230 voru á bóknámsbrautum, 120 í iðnnámi, 24 í iðnmeistaranámi og fjarnemar voru alls 39. Gert er ráð fyrir svipuðum fjölda nemenda á vorönn, en innritun er ekki lokið.
Þar sem FNV brautskráir ekki nemendur fyrr en í vor hefur ekki verið gerð úttekt á einkunnum en að sögn Þorkels Þorsteinssonar aðstoðarskólameistara en í hópi þeirra sem ljúka námi um áramót afburðanemendur sem getið verður við brautskráningu í vor.
Þorkell segir skólann vera undir niðurskurðarhnífnum og námsframboðið ber þess merki án þess að einstökum námbrautum hafi verið lokað af þeim sökum. Höfðu hestamenn áhyggjur af því að ekki yrði tekið við nýnemum í JÓR á þessum niðurskurðartímum en að sögn Þorkels verður boðið upp á nýliðun í JÓR næsta haust, ef næg þátttaka fæst.