Nemendur starfsbrautar FNV með besta söngatriðið

Sigurvegararnir frá FNV; Jón Bjarni, Aðalheiður Bára og Guðrún Anna á sviði

Söngvakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna fór fram Verkmenntaskólanum á Akureyri í síðustu viku en þátttakendur í keppninni komu frá 11 framhaldsskólum á landinu.

Eins og venjulega voru söngatriðin frábær og því átti dómnefndin mjög erfitt með að raða í efstu þrjú sætin. Söngatriði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hlaut 1. verðlaun (eignarbikar, farandbikar og innrammað þátttökuskjal),  Menntaskólinn í Kópavogi 2. verðlaun og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 3. verðlaun.

Fyrir hönd FNV kepptu þau Jón Bjarni Hallgrímsson, Aðalheiður Bára Steinsdóttir og Guðrún Anna Númadóttir.  Jón Bjarni söng lagið „All I Ever Wanted“ með Basshunter og þær Bára og Guðrún voru með trommur og lífguðu vel upp á sviðsframkomuna.

Í dómnefnd voru þau Óskar Pétursson stórsöngvari og grínisti, Ásta Magnúsdóttir tónlistarmaður og  Heimir Bjarni Ingimarsson söngvari.

Allt skipulag og framkvæmd var til mikillar fyrirmyndar enda greinilegt að margir komu að bæði kennarar og nemendur af öðrum brautum. Matvælabraut skólans sá um flotta matarveislu og Guðmundur Ingi Halldórsson, nemandi á félagsfræðibraut og góður leikari sá um að skemmta meðan beðið var eftir niðurstöðu dómnefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir