Nemendur Varmahlíðarskóla aðstoða jólasveinana

Mynd: Varmahlíðarskóli.is

Síðastliðinn fimmtudag fóru grunlausir nemendur 1. - 4. bekkjar Varmahlíðarskóla  í skógarferð snemma morguns með heimatilbúnar luktir, því niðamyrkur er í skammdeginu. Lengst uppi í skógi gengu nemendur óvænt fram á kunnuglegar verur. Það voru Stekkjarstaur og Giljagaur en þeir voru rammvilltir og reyndu nemendur að hjálpa þeim til byggða.

Mynd: Varmahlíðarskóli.is

Ekki var þetta eini óvænti glaðningurinn því Bryndís heimilisfræðikennari og og Helga Þorbjörg biðu allra með heitt súkkulaði og piparkökur.

Varmahlíðarkskóli.is

Tvær myndavélar voru með í för en myndirnar hér að neðan eru furðanlega góðar miðað við biksvart myrkrið. Þær sýna vel hve allir skemmtu sér vel. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu skólans hér

Mynd. Varmahlíðarskóli.is

Fleiri fréttir