Nemendur Varmahlíðarskóla aðstoða jólasveinana
feykir.is
Skagafjörður
15.12.2008
kl. 08.28
Síðastliðinn fimmtudag fóru grunlausir nemendur 1. - 4. bekkjar Varmahlíðarskóla í skógarferð snemma morguns með heimatilbúnar luktir, því niðamyrkur er í skammdeginu. Lengst uppi í skógi gengu nemendur óvænt fram á kunnuglegar verur. Það voru Stekkjarstaur og Giljagaur en þeir voru rammvilltir og reyndu nemendur að hjálpa þeim til byggða.
Ekki var þetta eini óvænti glaðningurinn því Bryndís heimilisfræðikennari og og Helga Þorbjörg biðu allra með heitt súkkulaði og piparkökur.
Tvær myndavélar voru með í för en myndirnar hér að neðan eru furðanlega góðar miðað við biksvart myrkrið. Þær sýna vel hve allir skemmtu sér vel. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu skólans hér