Netprófkjör og paralisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Á kjördæmisþingi Samfylkingarfólks í Norðvesturkjördæmi sem haldið var laugardaginn 21. febrúar í Menntaskólanum í Borgarnesi, var ákveðið að velja í 6 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri 6-8.. mars.  Rétt til þátttöku í netprófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi og eru kjörgengir í kjördæminu.

Við röðun á lista verði parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum 2 sætum raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri., Kjósendur velja 6 nöfn á kjörseðil og númera frá 1–6.
Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Kjördæmisráð gefur út sameiginlegt kynningarrit og gengst fyrir sameiginlegum fundum til kynningar á frambjóðendum. Framboðsfrestur rennur út fimmtudaginn 26. febrúar.

Nánari upplýsingar er hægt nálgast hjá Eggerti Herbertssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjödæmi í síma 617-8304 eða með því að senda tölvupóst á netfangið nordvestur@xs.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir