Nokkrir leikmenn Tindastóls í landsliðshópum
Mikið er um að vera í herbúðum Tindastóls í körfuboltanum þessa dagana í öllum flokkum. Meistaraflokkurinn er á fljúgandi ferð á æfingum kvölds og morgna og nokkrir liðsmenn yngri flokka hafa verið kallaðir til æfinga í úrvalsbúðum KKÍ undanfarið svo og til landsliðsæfinga.
Ingvi Rafn Ingvarsson mun um næstu helgi taka þátt í landsliðsæfingum U-16 ára landsliðsins í körfuknattleik. Um er að ræða 27 manna æfingahóp. Þá hafa þær Helena Þórdís Svavarsdóttir og Rakel Rós Ágústsdóttir verið kvaddar til æfinga í U-94 landsliðshópnum og Helga Þórsdóttir í U-95 hópnum.