Norðanpaunk um verslunarmannahelgina
Norðanpaunk er ný pönkhátíð sem haldin verður á Laugarbakka um verslunarmannahelgina, dagana 1.-3. ágúst nk. Nafnið á hátíðinni er dregið af samnefndum tónleikum sem haldnir voru á Akureyri árið 1999.
Árni Þorlákur Guðnason, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar sagði í viðtali við Norðanátt að hann og félagar hans hefðu setið saman og velt fyrir sér hvað hefði orðið um allar pönkhátíðirnar sem haldnar voru reglulega á níunda og tíunda áratugnum, en engin rokkhátíð væri yfir verslunarmannahelgina. Eitt hafi svo leitt af öðru og Norðanpaunk hátíðin orðið til.
Viðtalið við Árna Þorlák í fullri lengd má sjá hér.
Miðinn á hátíðina kostar 3.500 kr og hægt er að nálgast hann með því að senda skilaboð á nordanpaunk@gmail.com eða smella á skilaboðatakkann á facebook síðu hátíðarinnar. Dagskráin byrjar kl 19:00 föstudaginn 1. ágúst n.k. og stendur yfir fram á nótt sunnudaginn 3. ágúst.